Fjárfestar

Formaður stjórnar

Eyjólfur Árni Rafnsson

Menntun

B.Sc. gráða í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1984, M.Sc gráða í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla, Bandaríkin, 1988, doktor í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla, Bandaríkin, 1991.

Starfsreynsla

Í stjórn Samtaka iðnaðarins 2014- 2017, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins frá 2017. Ýmis ráðgjöf frá 2016. Forstjóri Mannvits hf. 2008-2015, forstjóri VGK-Hönnunar hf. 2007-2008, forstjóri Hönnunar hf. 2003-2007, aðstoðarframkvæmdastjóri Hönnunar hf. 1997-2007, Hönnun hf. almenn verkfræðistörf og verkefnastjórnun 1991-1997 og 1984-1986.

Fyrst kjörinn

12. febrúar 2015

Stjórnarmaður

Arna Harðardóttir

Menntun

MBA, Háskólinn í Reykjavík og BA Business Economics, Háskólinn í Reading, Englandi. Próf í verðbréfamiðlun.

Starfsreynsla

Fjármálastjóri Rauða krossins á Íslandi frá 2016. Framkvæmdastjóri framtakssjóða hjá Virðingu hf. (áður Auði Capital hf.) 2007-2015, fjármálastjóri Viðskiptaráðs Íslands 2007, forstjóri Calidris ehf. 2003-2006, jármálastjóri Tindafells ehf. og Konkordiu ehf. 1997-2003, framkvæmdastjóri sjóðastýringar hjá Landsbréfum hf. og framkvæmdastjóri Landssjóðs 1994-1997, framkvæmdastjóri einstaklingsviðskipta Landsbréfa hf. 1992-1994, sölustjóri hjá Landsbréfum hf. 1990-1992, hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands hf. 1988-1990.

Fyrst kjörinn

21. maí 2015

Varaformaður stjórnar

Guðrún Bergsteinsdóttir

Menntun

Cand. Jur. frá Háskóla Íslands 2000, réttindi sem héraðsdómslögmaður 2001, LL.M. frá Lieden, Hollandi, 2003 og próf í verðbréfaviðskiptum 2015.

Starfsreynsla

Lögmaður og meðeigandi LOCAL Lögmanna 2010, verkefnastjóri hjá BBA // Legal 2004-2010, verkefnastjóri hjá Ríkisskattstjóra 2000-2002.

Fyrst kjörinn

12. apríl 2016

Stjórnarmaður

Bjarni Kristján Þorvarðarson

Menntun

B.Sc. Rafmagnsverkfræði, Háskóli Íslands, 1989. M.Sc. Rafmagnsverkfræði, University of Wisconsin, Madison, Bandaríkjunum, 1990. MBA, ISG Paris, Frakklandi, 1993, M.Sc. Finance London Business School, London, Englandi, 1998.

Starfsreynsla

Stjórnarformaður Coripharma ehf. frá 2020, forstjóri Coripharma ehf. frá 2018-2020, forstjóri Hibernia Networks 2004-2017, fjárfestingastjóri hjá CVC 2002-2010 og í stjórnum félaga í eigu CVC, viðskipta– og sjóðsstjóri FBA/Íslandsbanka 1998-2002.

Fyrst kjörinn

10. apríl 2019

Stjórnarmaður

Hersir Sigurgeirsson

Menntun

B.Sc. í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1995, M.Sc. í fjármálastærðfræði frá Stanford, Bandaríkjunum, 1999, Ph.D. í hagnýtri stærðfræði frá Stanford, Bandaríkjunum 2001, próf í verðbréfaviðskiptum 2006.

Starfsreynsla

Dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forstjóri Saga Capital, 2011-2012, framkvæmdastjóri hjá Saga Capital 2006-2011, áhættustýring og eigin viðskipti Kaupþings 2003-2006 og lektor við HÍ 2005-2010.

Fyrst kjörinn

10. júní 2020

Skipurit

Skipurit Eik

Framkvæmdastjórn

Forstjóri

Garðar Hannes Friðjónsson

Menntun

BA gráða heimspeki frá Háskóla Íslands 1995, MBA gráða frá University of Salford, Englandi, 1997.

Starfsreynsla

Forstjóri Eikar fasteignafélags frá 2002-, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Þyrpingar hf. 2000-2002, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Kringlunnar ehf. 1998-2000.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Lýður Heiðar Gunnarsson

Menntun

B.Sc. gráða í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2004, Meistaragráða í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík 2010, próf í verðbréfamiðlun 2006.

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf. frá 2015, forstöðumaður eignastýringar Lífsverks lífeyrissjóðs 2009 - 2015, fjármálasvið FL Group frá 2007 - 2008, eignastýringarsvið Landsbanka Íslands frá 2002 - 2007.

Framkvæmdastjóri húsumhyggju

Árdís Ethel Hrafnsdóttir

Menntun

B.sc. í Viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. LL.M frá Háskólanum í Lundi.

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri húsumhyggju frá 2019. Lögfræðingur og regluvörður Eikar fasteignafélags hf. frá 2014-2019. Lögfræðingur SMI ehf. frá 2012-2014.

Framkvæmdastjóri útleigusviðs

Eyjólfur Gunnarsson

Menntun

Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1996.

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri útleigusviðs Eikar fasteignafélags frá október 2014, deildarstjóri fullnustueignadeildar LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) 2009-2014, framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum hf. 2001-2009, markaðsstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 1998-2001.

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs

Guðbjartur Magnússon

Menntun

Sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1998, húsasmíðameistari 2004, B.Sc. prófi í byggingafræði frá Vitus Bering CVU í Horsens í Danmörku 2004, löggiltur mannvirkjahönnuður 2006 og viðurkenndur BREEAM vottunaraðili 2010.

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Eik fasteignafélagi hf. frá 2018, verkefnastjóri á framkvæmdasviði hjá Eik fasteignafélagi hf. 2017-2018, VSÓ ráðgjöf 2005-2017, stundakennari í framkvæmdafræði og gerð verk- og kostnaðaráætlana við Háskólann í Reykjavík og prófdómari byggingafræðinema 2013-2017 og dómkvaddur matsmaður hjá Héraðsdómi Reykjaness og Reykjavíkur 2008-2017

Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs

Jóhann Magnús Jóhannsson

Menntun

B.A. gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006, mag.jur. frá Háskóla Íslands 2008, lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum 2009 og LLM frá University College London 2011.

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eikar fasteignafélags hf. frá 2019, lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London 2008-2018.

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Jón Gretar Jónsson

Menntun

Rekstrar – og vörustjórnun B.Sc. frá Tækniskóla Íslands (HR) 1998, löggilding í fyrirtækja,- fasteigna- og skipasölu frá Háskólanum í Reykjavík 2009

Starfsreynsla

Framkvæmdastjóri húsumhyggju frá 2018. Framkvæmdastjóri Eikar rekstarfélags ehf. frá 2014-2018 rekstarstjóri Landfesta hf. 2011-2014, framkvæmdastjóri Húsakaupa ehf. 2003-2011, innkaupastjóri hjá Búr ehf. 2000-2003, framleiðslu- og gæðastjóri hjá GKS hf. 1998-2000.

Regluverðir

Regluvörður félagsins er Jóhann Magnús Jóhannsson lögmaður. Jóhann Magnús er með mag.jur. gráðu frá Háskóla Íslands og LLM frá University College London. Stjórn hefur einnig skipað Árdísi Ethel Hrafnsdóttur sem staðgengil regluvarðar, en Árdís er með LL.M gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Regluvörður hefur umsjón með því að reglum Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, nr. 1050/2012, sem settar eru á grundvelli 132. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, sé framfylgt hjá félaginu.

Endurskoðendur

Endurskoðandi félagsins er Auður Þórisdóttir löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf.

Stjórn skipaði endurskoðunarnefnd félagsins þann 8. maí 2019. Nefndina skipa Agla Elísabet Hendriksdóttir stjórnarmaður, en Agla er jafnframt formaður nefndarinnar, Arnar Már Jóhannsson löggiltur endurskoðandi, og Þórir Ólafsson, löggiltur endurskoðandi. Starfssvið endurskoðunarnefndar nær til Eikar og félaga innan samstæðu Eikar. Endurskoðunarnefndin skal leitast við að tryggja áreiðanleika ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga ásamt óhæði endurskoðenda Eikar.

Stjórn skipaði starfskjaranefnd félagsins þann 25. júní 2020. Nefndina skipa stjórnarmennirnir Eyjólfur Árni Rafnsson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Bjarni Kristján Þorvarðarson og Guðrún Bergsteinsdóttir. Starfskjaranefnd undirbýr tillögur að starfskjarastefnu og starfskjörum stjórnarmanna fyrir hluthafafund. Jafnframt undirbýr nefndin samninga um laun og önnur starfskjör við forstjóra og aðra starfsmenn, heyri þeir undir stjórn.

Á hluthafafundi 10. júní 2020 voru kjörin í tilnefningarnefnd félagsins Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, og Ingólfur Bender, hagfræðingur. Stjórn skipaði Þorkel Erlingsson, verkfræðing, í nefndina. Hlutverk tilnefningarnefndar er að vera ráðgefandi við kosningu stjórnarmanna og markmið hennar er að skapa hluthöfum forsendur fyrir upplýstri ákvörðunartöku við stjórnarkjör. Hluthafar geta komið sjónarmiðum á framfæri við nefndina, óskað eftir fundi með nefndinni, sent nefndinni tillögur eða ábendingar um mögulega frambjóðendur á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is.

Eik Hvitt logo

Eik fasteignafélag hf.

Sóltún 26, 105 Reykjavík

Kt. 590902-3730

Sími

590-2200

Netfang

eik@eik.is